Fara í aðalefni
Þú leitar eftir 11/04/2025 - 18/04/2025

Borgarferð Lecce 16.4-20.4 2025

Tímalengd: 5 Dagur/dagar , 4 nótt/nætur

Lýsing pakka

Komdu með til Lecce í Puglia héraði sem gjarnan er kölluð Flórens suðursins með sinni sólkysstu barokkfegurð, þröngum götum sem líta út eins og þær séu úr kvikmynd og úrvali frábærra veitingastaða og áhugaverðra verslana. Það er auðvelt að gleyma sér á göngu um sögulegar gersemar borgarinnar og í nágrenni við Lecce má finna nokkrar af fallegustu og mest aðlaðandi ströndum Puglia.

 

Lecce er töfrandi borg staðsett í suðurhluta Ítalíu í Puglia héraði á Salentoskaganum. Borgin hefur oft verið kölluð Flórens suðursins, en Lecce er ein af elstu borgum Ítalíu og eitt best varðveitta leyndarmál hvað varðar sögu, arkitektúr og umhverfi. Lecce er að mestu byggð úr gulleitum kalkteini sem skapar töfrandi andrúmsloft með glæstum arkitektúr en Lecce er þekkt fyrir skrautlegar byggingar og styttur í barrokkstíl sem setja svip sinn á borgina. Út um allt má sjá kirkjur og hallir sem eru skreyttar flóknum útskurði og skreytingum. Dæmi um slíkt er Dómkirkjan sem staðsett er í miðbæ Lecce við Piazza del Duomo torgið en það torg þykir eitt fallegast torg borgarinnar. Þessi fallega dómkirkja, biskupahöllin og helgilistasafnið standa andspælis hvort öðru við torgið en þar má einni finna Episcopio klukkuturninn og má segja að þetta sé veisla fyrir barrokkunnendur. Basilica of Santa Croce er annað dæmi um fallega byggingu í barrokkstíl en hún er staðsett við Piazza di Santa Croce og hefur verið grafstaður merkra Ítala eins og Michelangelo, Galileo og Machiavelli.

Matur og menning

Puglia er eitt af fremstu héruðum í heimi við framleiðslu ólífuolíu. Matargerð í Puglia sækir mikinn innblástur til Grikklands, nágrannaþjóðar Ítalíu, enda er stutt að sigla yfir á ferju til næstu hafnarbæja. Lecce er þekkt fyrir dýrindis matargerð enda státa markaðir af fersku hráefni, ólífuolíu og víni af svæðinu. Hefðbundnir réttir eins og pasticciotto (rjómafyllt sætabrauð og orecchiette sem er þetta litla eyrnaskapaða pasta sem er oft borið fram með brokkolí eða ríkri tómatsósu eru meðal rétta sem hægt að gæða sér á í Lecce. Þar sem Puglia er við stöndina er ferskur fiskur og sjávarréttir einnig gífurlega vinsælir. Matsölurstaðir bjóða bæði upp á hefðbundna rétti sem og nútímalegar uppskriftir af klassískum réttum. Þar sem fjöldinn allur af veitingahúsum, pizzeríum, litlum börum og kaffihúsum er í borginni ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ferðamenn ættu ekki heldur að láta það fram hjá sér fara að smakka caffé leccese sem er hefðbundið ískaffi sem aðeins er hægt að fá á Salento svæðinu. Caffé leccese var fundið upp í Lecce um 1950 af Quarta fjölskyldunni og þykir vinsælt að drekka það í hinum mikla hita sem herjar á íbúa á þessum suðrænu slóðum.