Fara í aðalefni

Almeria 10 dagar

Tímalengd: 11 Dagur/dagar , 10 nótt/nætur

Lýsing pakka

Almería er falleg borg staðsett í Andalúsíu á Spáni. Segja má að þessi staður sé draumaáfangasstaður fjölskyldunnar og ættu allir að finna eitthvað fallegt við sitt hæfi á þessu fallega, rólega svæði. Á Almería er að finna sólríkar sandstrendur, ekta spænska menningu sem og úrval af glæsilegum gistingum. Þar er einnig hagstætt verðlag.
 
Okkar gististaðir eru við Roquetas de Mar sem er fallegur fjölskylduvænn strandbær
 
FJÖLBREYTT MANNLÍF OG EKTA TAPAS
Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús, nautaat, senjorítur og seiðandi flamenco-tónlist: Öll þessi sérkenni spænskrar menningar tilheyra næststærsta héraði Spánar, Andalúsíu. Fyrir utan einstaka veðurblíðu og fallegar strendur er þar að finna fjölbreytt landslag, sterka menningu og elskulegt fólk. Í austurhluta héraðsins og við Miðjarðarhafið stendur borgin Almería. Borgin á sögu allt aftur til ársins 955 en í dag búa þar 200 þúsund manns. Svæðið allt í kringum Almería er þekkt fyrir hina dæmigerðu tapas-rétti og frábær veitingahús.  
 
FRÁBÆRIR VERSLUNARMÖGULEIKAR
Í Roquetas de Mar er einnig að finna verslunarmiðstöðina Gran Plaza. Tvær stórar verslunarmiðstöðvar eru í Almería Torrecárdenas og Mediterráneo. Í Almería er breiðgatan Paseo de Almería með verslunum eins og Mango, Bimba Y Lola og Sephora.
 
FALLEGUR STRANDBÆR
Allt í kringum Almería er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Flogið er beint til Almería en í 18 km fjarlægð frá Almería er strandbærinn Roquetas de Mar, en þar eru gistingarnar okkar staðsettar. Um 30 min akstur er á gististaði okkar. Strandbærinn er fallegur og margt um að vera fyrir ferðalanga á öllum aldri. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en í bænum er nóg um að vera. Þar er m.a. vatnsrennibrautagarður, sædýrasafn, go-kart, línuskautasvæði, falleg smábátahöfn og lítill barnaskemmtigarður. Útimarkaður er svo haldinn alla fimmtudaga.
 
ÚRVALS GISTINGAR Á HAGKVÆMU VERÐI
Fjölbreytt úrval gistimöguleika er að finna á svæðinu. Hægt er að velja um þriggja, fjögurra eða fimm stjörnu hótel sem og hversu mikið fæði fólk kýs að hafa innifalið. Hægt er að velja um morgunmat, hálft fæði (morgun- og kvöldmatur), fullt fæði (morgun, hádegis- og kvöldmatur), allt innifalið (morgun-, hádegis og kvöldmatur, snarl milli mála og drykkir innifaldir í verði) og svo er að sjálfsögðu hægt að sleppa öllu fæði með gistingu. Oft getur þó verið hagkvæmara að taka fæði með gistingunni.
GRANADA – ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN
Fyrir þá sem vilja fara í lengri ferðalög er ógleymanlegt að heimsækja Granada, eina þekktustu og mest heimsóttu borg Spánar. Granada var höfuðborg Andalúsíu á tímum mára, en Arabar réðu yfir Granada í næstum 800 ár, eða allt fram á 15. öld. Þeir voru þekktir fyrir mikla snilli í byggingarlist og ber þá helst að nefna hina frægu Alhambra höll, helsta aðdráttarafl ferðamanna. Granada er á heimsminjaskrá Unesco og er að margra áliti einn af fallegustu stöðum heims. Fjallgarðurinn Sierra Nevada umkringir borgina en svæðið í kringum Sierra Nevada er eitt þekktasta skíðasvæði Spánar.
 
 
 
 
Afbókunarregla
Um sólarferðir sem keyptar eru hér á vefnum gilda ferðaskilmálar Ferðaskrifstofu Íslands