FERÐALÝSING
Komdu með til Alicante í golfkennslu og golf með Julíusi Hallgrímssyni, gist í viku á El Plantio Resort, íbúðarhótel með morgunverði staðsettur við golfvöllinn.
Það verður kennt í 2 klst á morgnana, síðan spilað 9 holu par 3 völlinn eftir hádegið.
7 daga ferðir með 5 dögum af golfkennslu og golfi. Í golfskólanum eru mest 12 nemendur og því er kennslan mjög persónuleg. Hvort sem kylfingar eru með lága forgjöf eða eru að stíga sín fyrstu skref þá hentar skólinn öllum og allir fá verkefni við sitt getustig.
Kennt er í 5 daga, kennsla er að lágmarki í tvær klukkustundir á skóladögum og inniheldur kennslan eftirfarandi þætti:
• Pútt, vipp og högg í kringum flatir
• Járnahögg og lengri högg af braut
• Teighögg með driver
• Umgengni, siðareglur og golfreglur
• Kennsla við að lesa leikinn og taka réttar ákvarðanir
Eftir að skóla líkur að morgni og hádegisverð þá eiga allir kylfingar rástíma á golfvellinum, þeir sem eru að byrja fara með Júlla á 9 holu par 3 völl sem hentar mjög vel til að læra fyrstu skref íþróttarinnar.
EL PLANTIO GOLF RESORT****
Golfvöllurinn er 18 holur sem býður upp á skemmtilegan 9 holu par 3 völl og gott æfingasvæði. El Plantio hefur verið einn vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga til margra ára.
El Plantio Golf Resort er vinsælt 4 stjörnu golfhótel staðsett í um 10-15 mínútna fjarlægð frá Alicante flugvelli og stutt í miðborg Alicante. Íbúðirnar eru vel búnar með tveimur svefnherbergjum, sólbaðsaðstöðu og fínum veitingastað sem býður upp á úrval miðjarðarhafsrétta.
Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og eru 104 fermetrar útbúnar öllu því helsta. Þar má finna eldhús, baðherbergi, hárþurrku, stofu, borðstofu, loftkælingu, sjónvarp, þvottavél og þurrkara. Svalir eða verönd fylgja hverri íbúð. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi, hitt er með tveimur rúmum.
Allar íbúðir eru búnar tveimur plasma sjónvörpum, hitastýrikerfi, öryggishólfi, baðherbergi, stofu, borðstofu, góðum svölum eða verönd, fullbúnu eldhúsi og þvottahúsi með þvottavél og þurrkara. Íbúðirnar eru um 500 metra frá klúbbhúsinu.