Algengar spurningar og svör við þeim
Finnir þú ekki svarið við þinni spurningu hér að neðan geturðu
sent okkur tölvupóst.
Mun flugáætlun standast?
Brottfarar- og flugtímar eru ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs,
af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ferðaskrifstofan ber hvorki
ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Miðað er
við að allir áfangastaðir séu í beinu flugi, millilendingar eru mjög
kostnaðarsamar og ekki gerðar að óþörfu. Þó getum við ekki ábyrgst að ekki
komi til millilendingar sérstaklega í lengra flugi. Ákvörðun um millilendingu
er í höndum flugstjóra að hluta eða öllu leyti, og getur t.d. komið til
skapist óviðráðanlegar aðstæður sem ekki er mögulegt að afstýra, jafnvel þótt
gerðar hafi verið allar nauðsynlegar ráðstafanir. Þetta er eingöngu gert til
að tryggja flugöryggi. T.d. geta slíkar aðstæður skapast af völdum bilana,
veðurskilyrða sem samræmast ekki kröfum sem gerðar eru til viðkomandi flugs,
öryggisáhættu til dæmis allt of mikilli yfirvigt. Ferðaskrifstofa Íslands
getur ekki borið ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær
engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra.
Er hægt að panta flug aðra leið?
Já, yfirleitt er hægt bóka flug aðra leið á öllum áfangastöðum okkar í
leiguflugi. Þá er áfangastaður valinn og svo er hakið við Báðar leiðir og
Hótel tekið út áður en valið er “Leita”. Eigi að ferðast til Íslands, er
brottfararstaðurinn valinn í efri reitinn, Frá, og Keflavík í Til.
Hverju þarf ég að framvísa við innritun í flug?
Við innritun í flug nægir að hafa bókunarnúmer og vegabréf allra farþega, en
það er betra að hafa útprentaða bókun við höndina. Bókunarnúmerið er um leið
farseðill og er því mikilvægt að hafa það tiltækt. Komi til þess að farþegi
gleymi bókunarnúmeri sínu, er þó ekki þörf að sækja það sérstaklega, því
vegabréf staðfestir bókunina við innritun ef með þarf.
Hvað geri ég ef farangur skemmist eða týnist í flugi?
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á
farangri í flugi eða í öðrum farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum.
Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá
þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir
farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu
bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt
að fá farangur bættan. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast
eða að hann berst farþega seint.
Hvert á ég að hafa samband út af týndum farangri?
Ef farangur tefst, glatast, skemmist eða eyðileggst skal farþegi tilkynna það
á þjónustuborði í flugstöð áður en hann yfirgefur flugstöðina.
Farþegi getur beint kröfu sinni um bætur að því flugfélagi sem hann flýgur
með. Ef farþegi flýgur með tveimur eða fleiri flugfélögum og innritar farangur
fyrir alla ferðina á fyrsta brottfararstað getur hann krafið hvert
flugfélaganna sem er um bætur.
Réttur farþega
Upplýsingar um rétt farþega vegna farangurs sem tefst, glatast, skemmist, eða
eyðileggst
má sjá á vef Neytendastofu.
Svona getur þú greitt fyrir ferðir með okkur
Á vef og í síma
- Greiðslukort: Öll upphæðin greidd með einni kortagreiðslu
-
Greiðslukort: Skipta greiðslu á 2 greiðslukort (á ekki við um tímabil)
-
Greiða hluta með Aukakrónum Landsbankans og eftirstöðvar með greiðslukorti
- Raðgreiðslusamningur til allt að 36 mánaða
-
Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald leggst á upphæðina)
Á skrifstofu
Á skrifstofu er auk ofantalins hægt að greiða með reiðufé og Netgíró (líka
hægt í síma).
Athugið að öll verð og verðdæmi á vef og í auglýsingum miðast við að bókað
sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við bókunargjald,
3.900 kr. fyrir hvern farþega.
Hvernig bóka ég ferð?
Til að bóka flug og/eða gistingu er einfaldast að nota vefinn, en auk þess er
hægt að hringja í bókunarsíma okkar, eða koma á skrifstofu okkar (sjá
símanúmer og heimilisfang neðst á síðunni).
Hvernig bóka ég tösku eða sérfarangur?
Í pakkaferðum – flug og gisting – er ein innrituð 20 kg. taska og 8 kg.
handfarangur innifalinn fyrir hvern farþega.
Eingöngu flugsæti – veski
eða taska er innifalinn. Mögulegt er að bóka/kaupa innritaðan farangur um leið
og flugmiði er keyptur. Taska kostar kr. 7.200 á fluglegg. Hafa skal samband
við söluráðgjafar okkar varðandi bókanir á sérfarangri s.s. golfsett, hjól
o.fl.
Hvernig bóka ég sæti?
Þegar ferð er keypt á vefnum er sá möguleiki gefinn að bóka sæti. Sætabókun í
almenn sæti kostar kr. 1.500 aðra leið. Neyðarútgangssæti kosta kr. 3.900 aðra
leið.
Söluráðgjafar okkar geta að sjálfsögðu einnig aðstoðað við
sætabókanir fyrir sama gjald.
Bókun í síma eða á skrifstofu
Skrifstofan okkar er opin alla virka daga frá kl. 11:00 til 16:00. Þar færðu
aðstoð og þjónustu og nýtur reynslu starfsfólks okkar. Bókunarsíminn er opinn
kl. 09:00 til 16:00. Við vekjum athygli á því að þegar bókað er í gegnum síma
eða á skrifstofu bætist við bókunargjald, 3.900 kr. á hvern farþega.
Hvernig nota ég Aukakrónur til að greiða upp í ferðina?
Aukakrónusöfnun virkar svipað og Vildarpunktasöfnun. Í stað punkta þá safnast
krónur við notkun á kreditkorti frá Landsbankanum sem tengt er
Aukakrónusöfnun, svokölluðu A-korti. Aukakrónur safnast annars vegar frá
Landsbankanum sem hlutfall af innlendri veltu og hins vegar frá
samstarfsaðilum Aukakróna sem endurgreiðsluafsláttur. Uppsafnaðar Aukakrónur
færast síðan mánaðarlega inn á úttektarkort sem svo er notað til að greiða
fyrir vörur eða þjónustu hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Þegar þú vilt nýta Aukakrónurnar þínar til að borga ferð hjá ÚÚ notar þú
einfaldlega úttektarkortið sem greiðslukort. Þú þarft ekki að eiga Aukakrónur
fyrir allri ferðinni til að geta nýtt þær. Getur greitt hluta með aukakrónum
og afganginn með hefðbundnum leiðum.